Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Skrítin fréttin í fréttablaðinu
um einhverja poppstjörnu í Bandaríkjunum sem opnaði munninn á einhverri hátíð, sem var sjónvarpað, og kom „dónalegt“ orð fyrir í máli hans. Síðan hefur staðið yfir rannsókn á hvort hann hafi sagt þetta orð í raun og veru og var komist að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki verið. Einhver hagsmunasamtök foreldra eru ekki sátt við niðurstöðuna og ætla að áfrýja henni.
Hvað vill fólk eiginlega með svona? VIll það sekta fyrir að segja fokk í sjónvarpi? Á að skipa viðkomandi að iðrast opinberlega, þvo á sér munninn með sápu eða álíka? Er einhver furða að manni þykir Kanar skrítið fólk?

Konur vestanhafs eru reyndar með eindæmum minnugar. Ein rifjaði upp í fjölmiðlum, full heilagrar reiði, að Arnold Svartsenegger hefði klipið hana í vinstra brjóstið árið 1985. Í þessu sambandi má rifja upp að á mínum gamla vinnustað sagði kona nokkur hátt og snjallt eitt sinn þegar svona áreitnimál bar á góma. „Vinnustaður án hæfilegrar áreitni er hundleiðinlegur.“
Amen.

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 8. október 2003 by in Almennt efni.

Leiðarkerfi