Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Eilíf æska
Ég lærði snemma að lesa og las allt prentað mál á heimilinu þegar barnabókunum sleppti. Þetta var gagnrýnislaus og taumlítill lestur að hætti barna sem trúa öllu á prenti, svipað og hreinræktaðir Sjálfstæðismenn sem flettu Mogganum á árum áður. Heilsurækt og mannamein hét mikill doðrantur um alla heimsins sjúkdóma og voru litmyndir inni á milli. Trúgirnin komst á það stig eitt sumarið að við bræður fengum sjaldgæfan hitabeltissjúkdóm og óttuðumst á tímabili um líf okkar. Lýsingin smellpassaði og myndirnar sömuleiðis. Foreldrar okkar gerðu skelfilega lítið í málinu að okkar mati. Þetta lagaðist þegar við hættum að sulla í bæjarlæknum.
Ég las Tom Swift og Fimmbækurnar allar með tölu og komst að þeirri niðurstöðu tæplega níu ára að ég myndi ná hátindinum rúmlega átján ára í greind og útliti. Ég myndi verða á þessum aldri meðan ég kysi það sjálfur. Ég komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa mælt sögutímann í Tom Swift þar sem kappinn fann upp 27 þokkaleg tól, þar á meðal flugvél og geimflaug og brúkaði eins og aðrir tannbursta og rakvél. Þetta tók hann um það bil 10 sumur en samt var hann alltaf átján ára.
Krakkarnir í Fimm bókunum fóru 23 sinnum í skólaleyfi en tókst aldrei að verða eldri en sirka sextán. Í ljósi þess að allt var satt á prenti hlaut þetta að eiga líka við um mig.
Þessar æskugrillur rifjuðust upp skömmu eftir tvítugt við nám í KHÍ. Þá fannst mér þær hafa ræst prýðilega hvað varðaði greindina og útlitið en kalt mat eftir setu í íslenskutímum hafði breytt öðru. Í tengslum við ritgerðarverkefni las ég 200 barnabækur á þremur vikum þetta haust og varð níu ára í annað sinn. Ekkert hafði breyst.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 12. desember 2003 by in Almennt efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: