Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Sjálfhneigðir menn
Metrósexúal hefur verið til umræðu undanfarið og þar sem heill South Park þáttur fjallaði um þessa tísku varð að finna fyrirbærinu eitthvert heiti. Á Netinu var að finna þessa skilgreiningu: Borgarkarl með mikla tilfinningu fyrir fagurfræði sem ver miklu tíma og peningum í útlit sitt og lífsstíl. Með öðrum orðum karlmaður, sem hefur tileinkað sér helstu siði homma nema kynlíf þeirra. Sumir segja að svona menn séu í góðu sambandi við konuna í sér. Í þessum þætti voru karlmenn sýndir sem pempíulegar kerlingar (athugið að kerling þýðir lítill karl), mjög uppteknir af útlitinu og höguðu sér að flestu leyti eins og leiðinlegar konur. Hvað er hægt að kalla þá á íslensku? Yfir kaffibolla urðu eftirfarandi orð til. Plathommar, borgarhommar, pempíur og nokkur óímunnberandi orð. Niðurstaðan varð að nota orðið sjálfhneigður. Sjálfhneigður maður er gagnkynhneigður en kann að meta siði og menningu homma.

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 27. janúar 2004 by in Almennt efni.

Leiðarkerfi