Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Þjóðin mín

Íslendingur, Norðmaður, Svíi, Breti og Kani voru saman á fílaveiðum í Afríku og þegar þeir fóru heim ákváðu þeir allir að skrifa bók byggða á þessarri reynslu, hver á sínu móðurmáli og fyrir sinn heimamarkað.

Bretinn skrifaði bók sem hét :  “My first elephant and how I shot it”.

Svíinn skrifaði bók sem hét :  “Elephanten og det’s society problemmer”

Kaninn skrifaði bók sem hét :  “Do it yourself.  Elephant hunting for dummies”.

Norðmaðurinn skrifaði bók sem hét : “Norge og vi i Norden”

Íslendingurinn skrifaði bók sem hét : “Sögur af sérstæðum fílum”.

 

Við hlauparar erum alveg sérstakur þjóðflokkur.   Sögur hlaupara eiga sér sitt einkayfirbragð.    Ég ímynda mér að saga hlauparans eftir fílaveiðarnar hefði getað heitið “Running with Elephants”, eða kannski hann hefði gert þetta eins og Norðmaðurinn, sleppt fílnum en fjallað um  “The African Marathon”.    “My first marathon and how I ran it” er líka velþekkt viðfangsefni.

 

Hlauparar sem hafa uppgötvað hlaup á miðjum aldri eiga sér flestir sína uppáhaldssögu sem fjallar iðulega um það hvernig venjuleg miðaldra manneskja varð langhlaupari.   Ég þekki marga hlaupara sem lesa reglulega sér til ánægju söguna hans Péturs Reimarssonar :  “Í hommabuxum og hlýrabol (Skokksaga miðaldra fitubollu)”.   Fyrir utan það að vera meistaralega vel skrifuð þá fjallar þessi saga um það kraftaverk sem mörg okkar hafa orðið fyrir þegar við á gamals aldri breyttumst í íþróttamenn og við þekkjum okkur sjálf í Pétri.   Lituð af þessu kraftaverki og verandi orðin hluti af heimi sem er svo ólíkur okkar fyrra lífi, myndum við okkar eigið samfélag þar sem við eigum okkar eigin menningu.    Í þessum heimi er öllum sama hvaða þjóðfélagshópi þú tilheyrir þess utan, menn vilja hinsvegar vita tímana þína, í hvaða aldursflokki þú keppir og hvert þú stefnir.    Hvar sem er í heiminum getur maður gengið inn í nánast hvaða hlaupasamfélag sem er og maður passar í hópinn.    Hvar sem maður hittir hlaupara þá nær maður strax sambandi.   Umræðurnar eru þær sömu :  æfingarnar, meiðslin, mataræðið, vigtin, keppnirnar, tímarnir.    Menn segja frá og hlusta á sögur annarra.    Menn skiptast á skoðunum og ráðum og það er meira að segja sami húmorinn í gangi.    Við erum eins og þjóð sem nær yfir öll landamæri.    Magnað.

Ég áttaði mig á því hvað hlaupaheimurinn er sér á parti þegar ég fór að æfa sund.    Þó að hvort tveggja sé einstaklingsíþróttagrein er sá reginmunur á þessum tveimur íþróttum að í sundinu æfir maður fyrst og spjallar á eftir.   Í hlaupunum eru menn oft blaðrandi alla æfinguna.    Það er ekkert skrýtið þó að hlauparar þekkist allir svona vel.    Segjum að maður hlaupi fjórar til sex klukkustundir á viku alltaf með sömu félögunum og spjalli við þá allan tímann, svo er teygt á eftir, sturtan og búningsklefinn (að minnsta kosti hálftími í viðbót) og svo heiti potturinn einu sinni í viku.     Þetta eru kannski átta klukkustundir á viku þar sem verið er að ráða lífsgátuna, hreinn gæðatími.    Það er meiri tími en margir eyða í að spjalla við maka eða börn heima hjá sér, enda kvartar sonur minn annað slagið undan því að eina leiðin til að ná sambandi við mig sé að fara út að hlaupa með mér.   

En aftur að sundinu :   Í staðinn fyrir að spjalla saman í sundlauginni þá endar hver sundæfing á því að hópurinn safnast saman í heita pottinum og þar situr fólk í kannski fimmtán til tuttugu mínútur sem er rétt nóg til að taka stöðuna á þjóðmálunum.   Umræðan í heita pottinum snýst ekkert endilega um sund og líf þeirra sundmanna sem ég þekki snýst ekki nándar nærri eins mikið um sund eins og líf hlauparanna sem ég þekki snýst um hlaup.

Hver sundhópur er bundinn við sitt æfingasvæði sem er sundlaugin.    Eins og gefur að skilja er því mun minni möguleiki á að sundmenn hitti sundmenn úr öðrum hópum eða félögum á æfingu en fyrir hlaupara þar sem æfingasvæðið er göngustígar bæjarins.    Sundmótin eru líka miklu þyngri í framkvæmd en hlaupin þannig að möguleikinn á að hitta alla hina garpana sem æfa sund einangrast við þetta eitt, kannski tvö sundmót á ári.   

Fyrst í stað fannst mér sundið vera fátækt sport.   Engin sundsíða svona eins og hlaupasíðan, bévað vesen að finna keppnisúrslit og tíma og aldrei neitt að gerast.    Einnig fannst mér stórskrýtið eins og sundið er tæknileg íþrótt og býður upp á miklar pælingar hvað fólkið talaði lítið um það.     Hlaup ganga bara út á að hlaupa og hlauparar geta endalaust talað um hlaup.    Það sem vantaði hinsvegar fyrst og fremst var félagsþroskinn hjá mér.    Eftir að hafa lifað og hrærst í hlaupunum í fimm ár, lítið hugsað og varla talað um annað en hlaup og fengið heila þjóð af vinum í kaupbæti án þess að þurfa nokkuð að leggja á mig til þess þá þurfti ég hreinlega að taka á því til að aðlaga mig að nýrri íþróttamenningu.    Eftir tvö ár í sundinu á ég afskaplega góðan félagahóp úti í sundlaug, lítið og krúttlegt samfélag þar sem þjóðfélagsstaða hvers og eins skiptir engu meira máli en í hlaupunum og þar er spjallað um allt milli himins og jarðar.    Sem hlaupari er ég hluti af miklu stærri heild.    Hvernig ætli þetta sé í hjólreiðunum ?

3 comments on “Þjóðin mín

 1. Gunnlaugur
  8. maí 2006

  Góð grein Bryndís

 2. Gísli
  9. maí 2006

  Ég sé eftir þennan lestur að ég verð að sitja oftar í heitum pottum. Þetta er merkileg útttekt.

 3. Myron Trouette
  17. október 2019

  Good day! Since you’re reading this message then you’ve proved that advertising through contact forms works! We can send your advertisement to people via their contact us form on their website. The advantage of this type of promotion is that messages sent through feedback forms are automatically whitelisted. This dramatically improves the likelihood that your advertisement will be seen. Never any PPC costs! Pay a one time fee and reach millions of people. For details please reply to: lily5854gre@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 7. maí 2006 by in Pistlar.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: