Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Pistill frá Halldóri Arinbjarnarsyni

Halldór skrifar:

„Mér datt í hug að senda þér tvær vísur frá stórskáldi okkar eyfirskra hlaupara, Davíð Hjálmari Haraldssyni. Ég þykist vita að hann gæti haft lúmskt gaman að ef þeim væri komið á framfæri. Upphaf málsins er að við vorum að senda á milli okkar hugmyndir að æfingum sumarsins, þ.e. á hvaða dögum vikunnar ætti að hlaupa og þess háttar. Þá laumaði Davíð inn vísu en í henni sýnist mér að sé samankominn í fjórum hendingum allur sá fróðleikur um hlaupaþjálfun sem ég hef séð á óteljandi síðum í böðum og á internetinu.

Skokkið er lífsnautn er skyldi með alvöru taka,

skynsamur áætlun gerðu og settu þér mið.

Hlauptu svo langt að með herkjum þú komist til baka

og hlauptu svo dálítið áfram en snúðu þar við.

DHH.

Ókrýndur leiðtogi okkar skokkara hér fyrir norðan er auðvitað Rannveig Oddsdóttir. Er leið á veturinn brá svo við að meðalskussar eins og ég voru farnir að narta í hælana á Rannveigu á æfingum. Ég var að sjálfsögðu afskaplega montinn af framförum mínum, allt þar til ég uppgötvaði að Rannveig var komin 5 mánuði á leið. Nú er hún á 9. mánuði og enn að hlaupa. Því sendi Davíð okkur þessa vísu um Rannveigu.

Víst mætti hana sem vaxandi flokka,

virðist ögn þrekin og gerist öll stærri.

Hún er samt ekki að hætta að skokka

en hleypur þá fæðingardeildinni nærri.

DHH.

Kveðja,

Halldór Arinbjarnarson, verkefnastjóri

One comment on “Pistill frá Halldóri Arinbjarnarsyni

 1. Bibba
  15. maí 2006

  Komdu sæll, Halldór.
  Sért þú sá hinn sami og tengdist á sínum tíma leynifélaginu SÁLMA þá þætti mér vænt um að fá frá þér tölvupóst
  🙂
  Bryndís

  p.s. þetta eru frábærar vísur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 15. maí 2006 by in Pistlar.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: