Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Fjallatvíþraut – Leggjabrjótshringur

Fjallatvíþrautin um næstu helgi verður haldin sem „æfingakeppni“.
Kjörið fyrir Laugavegsfara og aðra fjallagarpa og hjólafólk.
 
Keppnisstjórn hefur ákveðið að halda sig við áður auglýsta keppnisbraut að
því undanskildu að veður bregðist. Verði þoka verður farin öruggari leið:
Yfir Skálafell, norður Svínaskarð og síðan Kjósaskarð til vinstri (vestur)
og malarveginn meðfram Meðalfellsvatni um Miðdal að Hvalfirði, rétt norðaustan við Þjófaskarð.
 
Startað verður í þrautina frá Skálafelli kl. 9:00 sunnudagsmorguninn 18. júní.
Mæting í Skálafell í síðasta lagi hálftíma fyrir start, þar sem farið verður yfir leiðina.

Tímamörk verða á þrautinni þannig að þau sem ekki verða komin niður af Leggjabrjót (í Svartagil) innan 10 tíma (kl. 19:00) þurfa að hætta keppni.
Tímatöku lýkur kl. 21:00 á sunnudagskvöld.

Keppendur verða alfarið á eigin ábyrgð í keppni þessari, en séð verður til þess að drykkir verði við skiptistöðvar.

Keppendur bera sjálfir ábyrgð á að rata leiðina. Hægt er að fá göngukort af Esjunni og Leggjabrjót hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6.

Í keppni þessari verður skylda að vera með :
> Tvö reiðhjól (eða redda flutning frá Hvalfjarðarbotni að Svartagili).
> Reiðhjólahjálm
> GSM – síma og símanúmer keppnisstjóra

Keppendur verða sjálfir að sjá um að koma reiðhjólum sínum á skiptistöðvarnar í Þjófaskarði og Svartagili en fyrirhugað er að hafa samflot í slíka ferð og er þeim keppendum sem vilja vera með í samfloti bent á að hafa samband við mótstjórn með tölvupósti á netfang traustiv@hive.is & bryndis@hugurax.is eða með því að hringja í gsm 896 8775 (Trausti) eða 820 3067 (Bibba).

Skráning : traustiv@hive.is & bryndis@hugurax.is
Skráningu verður lokað föstudaginn 16/6 kl. 12.00
Keppnisgjald : kr.500

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 12. júní 2006 by in Óflokkað efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: