Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Frásögn Fjólu frá Ástralíu

Fjóla Dögg Helgadóttir tók þátt Rottnest Marathon og hún hér fylgir frásögn hennar frá þessu framandi hlaupi.  Það er alltaf gaman að lesa hlaupasögur, og saga Fjólu er engin undantekning.  Framandi hlaup á Paradísareyju.
====================================================================
Hæ hæ!
 
Rottnest eyju maraþon!
 
Það mættu 100 manns í maraþonið sem haldið var á paradísareyjunni Rottnest Island þann 22.Október 2006. Daginn áður hafði hitinn farið upp í 29 gráður hér í Perth og var maður því ansi stressaður að svo myndi líka fara daginn sem maraþonið fór fram. Sem betur fer var ekki neitt svakalegur raki og var skýjað allt maraþonið. Maraþonið hófst klukkan sex um morguninn og var þannig sett up að í byrjun hlupum við extra 2 kílómetrana og 195 meterana og síðan eru þetta fjórir 10 kílómetra hringir. Þannig að ég sem hljóp þetta á rólyndishraða náði að tjatta örlítið við þá sem yfirleitt eru með þeim fremstu í maraþoninu. Það fannst mér mjög gaman. En á leiðinni sá ég alls sjö baneitraðar eiturslöngur, 6 dugites og 1 tígurslöngu og voru þær alveg við hlaupabrautina bara að dunda sér. Á hlaupabrautinni hins vegar voru Quokka, dýr sem eyjan er nefnd eftir og finnast aðeins á Rottnest eyju og þurfti maður að stikla stundum inn á milli þeirra á hlaupabrautinni. Einnig var mjög skemmtilegt að tveir menn voru klæddir upp í skotapils og heyrði maður spilað á skotapípur á  10– 20 – 30 – 40 kílómetranum og er heilmikil saga á bak við það sem ég ætla ekki að fara út í hér. Allavega þá fékk maður einn dollara til að gefa þeim á síðasta hringnum og fylgir sögunni að sumir gefa þeim ekki dollarann og þeir sagðir ekki getað klárað maraþonið fyrir vikið. En leiðin var örlítið hæðótt og var þetta ansi fámennt hlaup og engir svona leikmannsmaraþonhlauparar eins og ég, en það var rosalega gaman að hitta allt þetta fólk, þó ég þurfti að ganga mestmegnis síðasta hringsins þar sem bakið á mér var eitthvað að stríða mér, og var ansi gaman að vera eini íslendingurinn á svæðinu og heyra hrópin RUN ICELAND RUN!
 
Allra bestu kveðjur frá Perth, Vestur-Ástralíu
Fjóla Dögg Helgadóttir
 
Ef þið viljið sjá myndir þá er hægt að sjá
 
Dugites slöngu hér:
http://tn3-2.deviantart.com/300W/i/2002/37/7/4/dugite.jpg
 
Tígur slöngu hér:
http://www.venomousreptiles.org/data/articles/65/eastern_tiger.jpg
 
Quokka dýr sem skoppuðu yfir hlaupabrautina:
http://www.rottnestisland.com/NR/rdonlyres/11315ECE-A931-4D1F-9DB1-E6803557D629/4190/Quokka1.jpg
 
Skotapípuleikarana hér:
http://www.rottnestisland.com/NR/rdonlyres/F6807F42-A96F-41DF-B0C9-3992421E1548/9295/ROTT2005photopiper.jpg
 
Ég að koma í mark
http://www.dotphoto.com/SAN1/A1/24/C6/iA124C61C-65F8-4458-9BFA-C4520438ABDC.jpg
 
 
 
Ég með íslenska fána merkið á leiðinni í hlaupið
http://www.dotphoto.com/SAN1/A4/59/63/iA45963BE-BF19-498F-942D-52A397BDDD5A.jpg
 
Eignin sem maður er svo stoltur af, medalían:
http://www.dotphoto.com/SAN1/44/BC/01/i44BC010A-1459-4615-9096-65F81A530B5B.jpg
 
 
Myndir af paradísareyjunni:
http://www.rottnestisland.com/NR/rdonlyres/00E8F3DD-89C6-48B2-9004-25F59D070A3F/4783/beach.jpg
 
http://www.rottnestisland.com

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 28. október 2006 by in Óflokkað efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: