Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Fólkið okkar

Í gær varð kona á vegi ritarans sem ekki er í frásögur færandi. Talið barst að vorþoninu og að okkar frábæra starfsfólki sem á eins og ævinlega stærsta þáttinn í því hvað vel gekk. Víða hefur því verið hrósað og rétt að ítreka það hér.

Kristján Ágústsson og Guðmundur Magni stóðu vaktina við markið, enda hoknir af reynslu í þeim efnum.

Í Nauthólsvík voru Haraldur Haraldsson, Árni Björn Valdimarsson og Elín Reed, sem einnig útvegaði öll útdráttarverðlaunin. Mjög sterk innkoma.

Á snúningspunktinum voru Hafdís Reinaldsdóttir og Bryndís Baldursdóttir, síkátar með svaladrykkina.

Fjölmiðlafulltrúi var Trausti Valdimarsson og árangur af hans starfi blasti við í Helgarsportinu. Á þriðjudaginn voru tvö innslög á sjónvarpsstöðvum af konum í vorþoninu.

Jói Kristjáns skaffaði tjaldið og bauð upp á veitingar í því. Jói er höfðingi.

Ritarinn sá um skráningu og innheimtu og af því hlauparar eru skilvísir og forsjálir í þeim efnum, gekk allt vel. Nú eigum við smápening og eyðum honum auðvitað í eitthvað sem kemur félögum í FM vel.

Torfi Leifsson kom og tók myndir eins og ævinlega. Skoðið þær á hlaup.is.

Og ekki má gleyma öllum þeim sem mættu og hlupu í snjómuggu og þungu færi og settu þátttökumet í hálfu maraþoni. Sjáumst í næsta hlaupi og sláum metið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 23. mars 2007 by in Óflokkað efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: