Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Formleg skoðanakönnun!

Í vorþoninu 17. mars voru hlaupnir tveir hringir í heilu maraþoni, þ.e. tvisvar alla leið út á Ægisíðu og til baka. Áður hafði leiðin verið þrír hringir.

Fyrsti var 21 km, út á Ægisíðu og til baka, sá næsti var 14 eða út í Nauthól og til baka og sá þriðji var 7 eða upp á brúna yfir Kringlumýrarbraut og til baka.

Nokkur gagnrýni heyrðist vegna þriðja hringsins og var kvartað undan brekkunni sem lenti þá á 39. kílómetranum. Á móti hefur heyrst að tveir hringir séu ekki eins spennandi form því þá mætist fólk ekki eins oft og erfiðara sé að fylgjast með.

Fáum þetta á hreint. Þeir sem hafa skoðun á þessu, mega gjarna tjá hana í athugasemdakerfið. Tveir hringir jafnstórir eða þrír misstórir??

Auglýsingar

5 comments on “Formleg skoðanakönnun!

 1. Trausti Vald
  23. mars 2007

  Tveir hringir jafnstórir eru betri. Erfitt að snúa tvisvar sinnum við lokamarkið. Einfaldara í framkvæmd.

 2. Eiríkur Jónsson
  29. mars 2007

  Það veitir mér enga sérstaka gleði að horfa oftar framan í þá sem eru 5 km+ á undan mér. 2 hringir voru betri.

 3. Gottskálk Friðgeirsson
  3. apríl 2007

  Þrír mislangir.
  Það er skjólsælla í Fossvogsdalnum og undir Öskjuhlíðinni en neðan flugvallar og á Ægissíðunni.

 4. ivar adolfsson
  5. apríl 2007

  Þrír hringir betri, brýtur meira upp leiðina, mætir fleira fólki, einmannaleikinn á Ægissíðu verður ekki eins mikill.

 5. Börkur
  22. apríl 2007

  Þrír hringir betri, að hlaupa legginn út að Ægissíðu er afskaplega leiðinlegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 23. mars 2007 by in Óflokkað efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: