Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Þrír Íslendingar í Tour Du Mont-Blanc

Hæ öllsömul !
Þessi hérna fréttatilkynning fór á fjölmiðla áðan :

Þrír Íslendingar eru lagðir af stað til Chamonix í Frakklandi þar sem þeir munu taka þátt í Tour Du Mont-Blanc sem er 163 km. fjallahlaup í kringum Mont-Blanc.   Hlaupaleiðin liggur um fjöll og firnindi í Ölpunum, gegnum þrjú lönd, Frakkland, Sviss og Ítalíu. 
Tímamörk í hlaupinu eru 48 klst. sem þýðir að ef menn eru ekki komnir í mark innan þess tíma þá falla þeir úr keppni.
U.þ.b. 2200 manns eru skráðir í hlaupið og samkvæmt reynslu undanfarinna ára má búast við að aðeins rúmur helmingur þátttakenda komist alla leið.
Hlaupið byrjar klukkan 4 að íslenskum tíma, föstudaginn 24. ágúst en um morguninn kl. 10 að íslenskum tíma verður startað í hálfan hring (86 kílómetra).
Þeir Höskuldur Kristvinsson og Börkur Árnason ætla að hlaupa allan hringinn en bróðir Barkar, Birkir Árnason mun hlaupa hálfan hring.
Börkur og Höskuldur hafa báðir reynt sig á þessarri hlaupaleið áður.   Börkur hljóp hálfan hringinn í fyrra og Höskuldur reyndi við heilan hring árið 2004 en varð þá frá að snúa eftir 117 kílómetra vegna ofþreytu.    Höskuldur er í betra formi í dag þrátt fyrir að vera þremur árum eldri eða 57 ára en aldurinn er honum ekki til trafala enda var það jafnaldri hans sem vann hlaupið í fyrra.
Heimasíða keppninnar er :  http://ultratrailmb.com
En einnig verður hægt að fá fréttir af gengi þeirra félaga á síðu Félags Maraþonhlaupara : http://malbein.net/blog/.
 
Ég ætla semsagt að vera með einhvers konar fréttaflutning af hlaupinu þeirra hérna á þessari síðu á föstudagskvöld og af og til um helgina eftir því sem heimilisstörf, svefnþörf og keppnisstand gefa mér tíma til…

Svo fylgist með og endilega kommentið með mér.   Reynum að hafa þetta lifandi
Bibba

Auglýsingar

Information

This entry was posted on 22. ágúst 2007 by in Óflokkað efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: