Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Nú er miðnætti í Ölpunum

kl. 22:21
Þá er komið framyfir miðnætti í Ölpunum.    Strákarnir okkar paufast áfram í myrkri með ennisljós og reyna að komast eins hratt og þeir geta upp og niður bratta fjallastíga.    Þeir hafa ekkert sofið síðan á föstudag, – eru þegar búnir að sleppa einni nótt og þetta er nótt númer tvö.    Báðir eru komnir vel á veg með að klára 163 kílómetra af fjöllum og firnindum.
Við tölvuna situr Bibba og geispar og er þó búin að sofa sína 8 tíma á þessu tímabili.   Hún er líka með smá stífleika í mjóhrygg eftir 6 km. skokktúr og harðsperrur í pumpunni eftir ofurlítið svaml í sjónum og hún skilur á þessari stundu ekkert hvernig menn komast í gegnum slíkar þrekraunir.    Til þess að skilja það þarf maður eiginlega að gera það og þó maður geri það þá er samt ekki víst að manni takist nokkurntíma að skilja það til fulls….

Auglýsingar

13 comments on “Nú er miðnætti í Ölpunum

 1. Hafrún í Genf
  25. ágúst 2007

  Var að tala við Sögu systur þeirra tvíburabræðra rétt í þessu og við minntumst á að þetta væri nú bara hálfmaraþon sem hann Bökki ætti eftir, en Saga sagði að þetta væri nú bara rétt upphitun fyrir Göngur í Svarfaðardalnum sem verða eftir 2 vikur!

 2. Bibba
  25. ágúst 2007

  Göngur já.
  Það væri kannski markaður fyrir því að gera þær að æfingabúðum fyrir fjallahlaupara 🙂

 3. Kron
  25. ágúst 2007

  Gaman að fylgjast með, veit ekkert hverjir þetta eru en ótrúlegur árangur og baráttukveðjur

 4. Sigrún sys
  25. ágúst 2007

  Bibba þú stendur þig fanta vel – mjög gaman að lesa og fá upplýsingar. Ég reyni að upplýsa Bikka líka jafnóðum og eitthvað gerist eða fréttist

 5. Saga
  25. ágúst 2007

  Hæ, við Hafrún erum alveg að missa okkur í spenningi yfir þessu hlaupi enda mjög gaman að þessu og frábært að fylgjast svona með þessu í „beinni“ á netinu. En hvar er Skrún sys, er hún sofnuð á verðinum? Hugsa til Bökka , hann er að koma sterkur inn og vona að það haldist. ROCK´ON !!!

 6. Gísli
  25. ágúst 2007

  Þetta er æsispennandi.

 7. Bibba
  25. ágúst 2007

  Já Sigrún, við Ásgeir vorum einmitt að spá í það áðan hvort Bikki væri ekki í lausu lofti þarna úti. Gott að vita að hann er að fá fréttir..

 8. Björn Júl
  25. ágúst 2007

  Hef varla slitið mig frá skjánum í dag frábært að fylgjast svona með frænda sem er að komast á stiik aftur

 9. sigrún sys
  25. ágúst 2007

  Er alltaf einhver töf á tíma hjá Höskuldi? Er ekki örugglega allt í góðu hjá honum. Bara spá langt síðan eitthvað kom hjá honum.

 10. Bibba
  25. ágúst 2007

  Já, milli La Fouly þar sem Höskuldur var áðan og Champex Lac eru tæpir 15 kílómetrar. Af einhverjum ástæðum spáir vefurinn því að Höskuldur verði 4 tíma þangað. Hugsanlega hefur hann tekið langa pásu í La Fouly (sem mér finnst reyndar ólíklegt ef hann hefur haft áhyggjur af tímamörkum) og hugsanlega er þetta ógreiðfært svæði.
  Síðast fréttum við af honum um níuleytið svo að kannski verður hann í Champex Lac um eittleitið.

 11. Gunnlaugur
  26. ágúst 2007

  Virkilega gaman að fyljgast með strákunum. Þetta er alvöru. Þú ert fínn korresponder Bibba.

 12. Gunnlaugur
  26. ágúst 2007

  Virkilega gaman að fyljgast með strákunum. Þetta er alvöru. Þú ert fínn korresponder Bibba.

 13. Gunnlaugur
  26. ágúst 2007

  Virkilega gaman að fyljgast með strákunum. Þetta er alvöru. Þú ert fínn korresponder Bibba.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 25. ágúst 2007 by in Óflokkað efni.

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: