Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Búdapest-þonið BK

Frásögn Báru Ketilsdóttur- 28.09.2002-Adidas-þonið

Að keppa í heilu maraþoni á Íslandi var hreinskilningslega jafn stórkostlegt og í London. Því hefði ég ekki trúað að óreyndu. Tilfinningin að uppskera eftir erfiðið var jafn fullnægjandi… að hlaupa yfir endalínuna jafn magnað… að keppa í þrjá og hálfan tíma með ógleymanlegri hvatningu og klappi á bakið jafn ómetanlegt.

London maraþon í apríl s.l. var mitt fyrsta maraþon og reyndist hreint ævintýri. Ég hét því þá að leggja ekki á mig svona langa vegalengd í keppni á Íslandi þar sem umgjörðin gæti aldrei orðið í líkingu við það sem ég upplifði þar, auk þess sem mílu-mælingin var einhvern veginn yfirstíganlegri vegalengd svona huglægt. Ég sveik þetta loforð mitt í sumar þegar ég tók strax áskorun Gísla Ásgeirs og FM-manna um þátttöku í haustmaraþoninu, vitandi mikilvægi þess að sýna samstöðu hlaupara á Íslandi.

Það var dýrmæt upplifun og hrein forréttindi að fá að hlaupa í mark eftir svitastorkinni slóðinni inn í Reykjavík þennan morgun með hvatningarorð allra í farteskinu. Ég var hetja í London, milljónir manna létu mig finna fyrir því með öskrum,klappi og lófasnertingu. Reynsla haustmaraþons Félags maraþonhlaupara var sú sama.

Að hita kroppinn upp í bílnum hans pabba við startlínuna vitandi að hann ætlaði að fylgja mér eftir þessa 42 kílómetra með upptökutæki og myndavél, að mæta ÍR-skokkurum í Staðahverfi kallandi nafnið mitt, að hlaupa „gullinn spöl“ með Írunni systur í Grafarvoginum, að fá stálinu í mann stappað af dásamlegu fólki á drykkjarstöðvunum, að öðlast enn meiri trú á sjálfa mig við hvatningu Erlu þjálfara og annarra Fjölnismanna á leið út úr Grafarvoginum, að þiggja síðerma peysu og vettlinga hjá Áslaugu Helgadóttur í Fossvogsdalnum þegar rigningarskúrinn hafði gert mig stirða af kulda (Áslaug, þú bjargaðir mér þarna, ég var orðin stíf), að fá brosandi kraft og hrós frá Jónasi bróður og Siggu í Vesturbænum, að gleyma stund og stað með Maj Britt og hjólandi ÍR-stúlkunum við flugvöllinn, að hafa pabba hlaupandi með mér þessa síðari tvenndarkílómetra við Nauthól (pabbi, takk fyrir að koma mér í hlaupin og hafa trú á mér), að fyllast stolti við að hitta Helgu og Guðmann fagnandi manni sem Íslandsmeistara við 30 kílómetrana (Helga, þú ert engill), að fá að heyra að ég geti þetta frá Hafrúnu og Gauta við Víkingsheimilið, að heyra köllin frá Dofra þegar þrír km voru eftir, að þiggja kraft enn og aftur frá Kristínu Vigfúsar á næst síðasta kílómetranum þegar mér fannst engin orka vera eftir (Kristín, þú kannt að hvetja!), að njóta brautarvörslu Guðmundar, Fjölnismanns við Glæsibæ, að fá gæsahúð við að sjá son minn hreykinn við vegarkantinn þrisvar á leiðinni, að vita af honum og pabba við marklínuna bíðandi stoltir eftir mér… og öll hvatningarorðin þegar ég mætti hinum keppendunum í vesturbænum… var hreint út sagt gullin lífsreynsla og verður allt fært til bókar í mínu innra minni í sinni tærustu mynd.

Ég þakka fyrir mig, þetta var sama ólympíska upplifunin og í London!

Ég vil bera fram hjartansþakkir til Jóa fyrir að héra mig alla leiðina á sinn einstaka óeigingjarna og gefandi máta og fyrir að leyfa mér ekki að hægja um of í lokin. Sömu þakkir til Guðmundar Karls Gísla, ég hefði ekki náð undir 30 mín markið án niðurtalningar hans og aðstoðar við að stöðva umferð í Laugardalnum, ég hefði hlaupið á hvað sem fyrir veg minn hefði komið og hreinlega urrað ef um hund hefði verið að ræða.

Ég kynntist ekki „veggnum“ í London, en eftir 37 kílómetrana á laugardaginn var þjáning í hverju skrefi og ég tapaði fjórum mínútum á þessum síðustu 5 kílómetrum. Þeir fá mig til þess að hika við að hlaupa maraþon á næstunni og kannski lofa sjálfri mér því að hlaupa nok meira en 50km á viku í næsta undirbúningi (49km fyrir haustmaraþon, 48km fyrir London).

Þessir fyrstu 37 kílómetrar og innra minnið með minningunni um alla þá sem komu við sögu mína þennan laugardag og færðu mér Íslandsmeistaratitilinn ýta við mér líkt og áskorun um bættan tíma og halda mér heitri allt til þess er ég legg aftur af stað 42,2 kílómetra…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: