Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Laugavegsráð

Laugavegurinn!!

Öræfin kalla í allri sinni dýrð. Sá sem hefur staðið efst í Jökultungunum og horft yfir Álftavatn gleymir því aldrei. Það er óviðjafnanleg lífsreynsla að fara Laugaveginn. Þetta er lengsta hlaup keppnistíðarinnar og það erfiðasta.

Hér verður reynt að svara nokkrum Laugavegsspurningum. Höfundur hefur hlaupið Laugaveginn 4 sinnum. Á best 6:16 en fór á 6:51 fyrsta árið.

1. Hverjir geta farið?

Allir í þokkalegu formi. Það er nefnilega hægt að ganga rösklega og skokka til skiptis. Það tekur um 10-11 tíma alls. Rétt er að taka fram að nú eru tímamörk við Emstrur og þeir sem komast ekki þangað á innan við sex tímum, eru úr leik. Ef þú ætlar að keppa að góðum tíma þarftu að vera í góðu langhlaupaformi. Gakktu allar brekkur. Skokkaðu þess á milli. Fyrsti áfanginn er brattastur. Mundu að þá liggur ekkert á. 400 metra hækkun á 10 km er ansi drjúg. Það er sagt að hlaupið byrji við Álftavatn. Samkvæmt reynslu undirritaðs eru 4 tímar þaðan og niður í Mörk.

2. Í hverju á ég að vera?: Góðir hlaupaskór, stuttbuxur eða síðar, þröngar, bolur eða peysa. Húfa/vettlingar/svitaband. Því ræður veður. Í fyrra var 8 stiga hiti þegar hópurinn var ræstur af stað. Það er svalt uppi á Hrafntinnuskeri. Sjálfur var ég í síðum lycrabuxum og hlírabol að ofan og þótti of heitt þegar á leið.Í 5 stiga hita hef ég farið af stað í stuttum, þröngum, dry-fit bol, þunna vettlinga og húfu, og í jakka sem síðan var skilinn eftir í Álftavatni og kom með bílnum niðureftir.

Sumir hafa tilbúinn poka við Álftavatn með þurrum skóm og bol. Það gæti komið sér vel. Annars er eins gott að sætta sig við að maður blotnar eitthvað í ánum. Nú eru vaðpokar við aðalárnar. Eftir árnar hafa margir skipt um skó. Aðalskiptistöðin er núna við Brennivínskvísl, síðustu ána eftir Hvanngil.

3. Drykkir og næring. Drykkjarstöðvar eru við Hrafntinnusker, Álftavatn og Emstrur. Orkudrykkir og bananar. Að auki er gott að hafa drykki í belti og nóg af geli. Squeesy fæst hjá Ívari eða í Mizunobúðinni. Nær allir langhlauparar eru farnir að úða í sig þessum gómsæta kolvetnamassa. Pétur Frantzson tók gel á 5 km fresti á Mývatni og fór létt með að bæta sig.Þar að auki má mæla með saltögn í filmuhylki eða salta drykk í einum brúsa.. Vökvatapið er mjög mikið og salttapið getur gert mann máttlítinn og dómgreindarlausan þegar á líður. Nóg er af ám og lækjum að drekka úr eftir Emstrur en á þeirri leið fann ég fyrir saltskorti í fyrra.

4. Er hægt að æfa sérstaklega fyrir Laugaveginn?

Almenn maraþonáætlun dugar vel. Esjugöngur einu sinni í viku eru í tísku núna. Hópurinn hittist á þriðjudögum kl. 6 við Mógilsá og fer rösklega upp. Annars eru löng og róleg hlaup tilvalin og mikið af brekkuhlaupum til að styrkja fæturna. Hvíla síðustu tvo daga fyrir hlaup. Borða vel af pasta og hvíla.

5. Hvað er erfiðast?

Sennilega að fara ekki of hratt í byrjun og að þrauka á leiðinni frá Emstrum. Þá eru lærin þung enda margar brekkur og ekki er sú síðasta auðveldust eftir að komið er yfir Þröngá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: