Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Western States-GJ

Myndi hiklaust

hlaupa leiðina aftur

Í 26 tíma, 14 mínútur og 14 sekúndur hljóp Gunnlaugur Júlíusson

160 kílómetra eftir gamalli gullgrafaraleið í Kaliforníu. Sunna

Ósk Logadóttir hleraði hjá honum hvernig hann hljóp með vasaljós

að vopni í hrikalegu landslaginu í niðamyrkri.

„ÉG MYNDI alveg hiklaust hlaupa þetta aftur,“

segir Gunnlaugur Júlíusson, 52 ára hagfræðingur,

sem tók um nýliðna helgi þátt í Western States

100 mílna fjallahlaupinu í Bandaríkjunum.

„Þetta er þvílík upplifun og í raun varla hægt

að lýsa því. Þeir halda vel um hlaupið og stemningin

er góð. Þetta er ekkert sem maður klárar og

snýr sér síðan að næsta hlaupi. Landslagið er svo

tilkomumikið, félagsskapurinn er skemmtilegur,

allir eru þarna komnir til að ná sama takmarkinu

og hjálpa hver öðrum. Aðaláskorunin felst í því að

klára þetta.“

Hlaupnir eru 160 kílómetrar milli tveggja bæja,

Squaw Valley og Auburn sem eru norðarlega í

Kaliforníu. Leiðin liggur eftir gamalli gullgrafaraleið

en á þessum slóðum greip gullæðið um sig

svo um munaði á árum áður.

Hlaupið er eitt frægasta fjallahlaup í heimi og í

ár var það haldið í 32. sinn og tóku 400 manns

þátt.

„Vegalengdin er eitt en fjöllin eru annað,“ segir

Gunnlaugur. „Þetta er gríðarlega mikið klifur og

einnig hlaupið mikið niður í móti þannig að átökin

eru allt önnur en í venjulegu maraþoni. Þessu er

ekki saman að jafna.“

Fá 30 klukkustundir til að klára

Lagt er af stað kl. 5 að laugardagsmorgni frá

Squaw Valley og verða þátttakendur að vera

komnir til Auburn í síðasta lagi kl. 11 á sunnudagsmorgni,

160 kílómetrum og 30 klukkutímum

síðar.

Á leiðinni verða þátttakendur að ná á ákveðna

staði fyrir ákveðinn tíma annars detta þeir út. Um

20% keppenda í ár hættu keppni á leiðinni.

Vel er fylgst með því að keppendur drekki nóg

og næri sig á leiðinni. Keppendur eru vigtaðir

reglulega í þessum tilgangi. Ef þeir detta niður í

vigt eru þeir stoppaðir og fylgst með því að þeir

nærist. Með vissu millibili geta keppendur nálgas

vökva og fæðu og er gríðarlega mikilvægt að þei

nýti sér það að sögn Gunnlaugs. „Það gengur ekk

upp öðruvísi. Þetta er keppni sem tekur á annan

sólarhring og maður verður að drekka og borða

nær stanslaust til að halda orkunni.“

Engin hvíld

Keppendur fá enga hvíld því hlaupið er einnig

um nóttina í svartamyrkri með vasaljós að vopni.

„Það er sagt að maður eigi að forðast stóla í svon

keppni,“ segir Gunnlaugur spurður um hvort

keppendur hvíli sig ekkert á leiðinni. „Ef maður

sest niður er mjög erfitt að standa upp aftur.“

Yfir daginn var um 30 stiga hiti og segir Gunnlaugur

hitann það sem hann gat síst búið sig undi

enda rétt komið stuttbuxnaveður á Íslandi þegar

hlaupið fór fram um helgina. En annars segir

hann undirbúninginn hafa falist í því að hlaupa á

íslensk fjöll og var Esjan mikið notuð í þeim tilgangi.

Þessi undirbúningur er mjög mikilvægur

þar sem stóran hluta leiðarinnar þarf að hlaupa

niður í móti, jafnvel fleiri kílómetra klukkutímum

saman eftir bröttum gljúfrum. „Landslagið er sv

yfirþyrmandi að það er erfitt að gera sér grein

fyrir þessu fyrr en maður sér það,“ segir Gunnlaugur.

En undirbúningurinn felst ekki síst í því

að kynna sér leiðina, ræða við fólk sem hefur tek

ið þátt og lesa reynslusögur annarra.

Hann segir að margt þurfi að varast til að ná a

komast á leiðarenda. Mjög mikilvægt sé að næras

og drekka vel alla leiðina og einnig að passa upp

að keyra sig ekki út, því endaspretturinn, ef svo

má segja, er erfiður. Klifra þarf upp háa kletta ti

að komast að vellinum þar sem marklínan er.

Þá er eins og gefur að skilja varasamt að hlaupa

í myrkrinu síðasta hluta leiðarinnar, eitt feilspor

getur orðið til þess að keppendur eru úr leik. „Athyglin

verður að vera algjör alla hluta leiðarinnar

því hætturnar eru svo margar.“

Tilviljun réð för

Gunnlaugur hljóp 100 kílómetra hlaup á Borgundarhólmi

á síðasta ári og hitti þar Bandaríkjamann

sem sagði honum frá Western States hlaupinu.

Hann segir því í raun tilviljun að hann hafi

komist á snoðir um hlaupið og ákveðið að taka

þátt. Hann segir það hafa vakið töluverða athygli

að Íslendingur tæki þátt í hlaupinu. Enginn Íslendingur

hefur að hans sögn áður gert það.

Gunnlaugur segist vel tilbúinn að hlaupa leiðina

aftur en þó sé hann ekki búinn að ákveða hvort

hann fari í Western States-hlaupið aftur að ári.

„Það fer mjög mikill tími í að undirbúa sig fyrir

svona hlaup og kostar sitt. Svo er þetta auðvitað

alltaf spurning um forgangsröðun.“

En var Gunnlaugur aldrei að því kominn að gefast

upp á leiðinni?

„Ekki eina sekúndu,“ svarar hann um hæl. „Það

kom aldrei annað til greina en að klára þetta.“

Gunnlaugur segir að sér heilsist vel eftir átökin.

Hann hafi verið svolítið stífur í fótunum fyrst á

eftir en að öðru leyti sé hann í fínu formi. „Þetta

var geysilega skemmtilegur sólarhringur. Ég

setti mér það markmið að klára, það var aðalatriðið.

Tíminn sem ég kláraði á var bara bónusinn.“

%d bloggurum líkar þetta: