Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Hérar hér og þar

Stefnuskrá Hérafélagsins

1. Öll dýrin í skóginum eru vinir en hérinn er langflottastur.

2. Héri tilkynnir sínu fólki hlaupaáætlun viðkomandi hlaups og leggur sig allan fram við að halda henni.

3. Héri er hlynntur drykkjuskap á drykkjarstöðvum og brýnir fyrir sínu fólki að vökva lífsblómið á leiðinni.

4. Héri skal hvetja sitt fólk til dáða innan skynsemis-og siðsemismarka.

5. Hérinn veit að skjaldbakan kemst þangað líka.

Hératoppurinn: Skv. óformlegri könnun ritarans. Bætum lögum í safnið.

Keep on running
Áfram veginn….
Við förum bara, förum bara fetið
Eye of the tiger
Run to the hills…

Baráttusöngur hérafélagsins

Lag: Sjá dagar koma….

Ég sé í fjarlægð brautarverði bíða
og bráðum kemur drykkjarstöðin mín.
Ég veit að tíminn lengi er að líða
en langar samt í meira endorfín.
Í þúsund skrefum þjáning mín er fólgin
og þreytuverkir lagast ekki í bráð.
en þó að hásinin sé heldur bólgin
hættir enginn fyrr en marki er náð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: