Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Lög FM

Lög félags maraþonhlaupara

Lög félagsins voru einnig borin upp og samþykkt.

1. Félagið heitir Félag maraþonhlaupara

2. Markmið félagsins eru að stuðla að bættri aðstöðu langhlaupara til æfinga og keppni og vekja áhuga almennings á maraþonhlaupum.

3. Félagið mun meðal annars leitast við að efla félagsleg tengsl milli maraþonhlaupara, halda fræðslufundi um maraþonhlaup og veita maraþonhlaupurum upplýsingar um það helsta sem varðar hlaup, svo sem hlaupaæfingar skokkhópa og keppnishlaup. Einnig mun félagið veita aðstoð við skipulagningu keppnishlaupa og standa að hópferðum í maraþonhlaup. Sérstök áhersla verður lögð á að vekja áhuga almennings á skokki og hlaupum með aukinni umfjöllun um hlaup sem keppnisgrein og almenningsíþrótt.

4. Í félaginu geta allir verið sem lokið hafa löggiltu maraþonhlaupi.

5. Málefni félagsins annast stjórn, félagsfundir og vinnuhópar. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, til eins árs í senn. Stjórnina skipa sjö menn, að formanni meðtöldum en hann skal kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni þess á milli aðalfunda.

6. Aðalfundur hefur æðsta vald um málefni félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 15. nóvember ár hvert. Til fundarins skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi eiga allir skuldlausir félagsmenn atkvæðisrétt. Á dagskrá aðalfundar skal vera:

  • 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
  • 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og bornir upp.
  • 3. Kosning formanns og annarra stjórnarmanna.
  • 4. Kosning endurskoðenda.
  • 5. Ákvörðun félagsgjalda fyrir komandi ár.
  • 6. Lagabreytingar
  • 7. Önnur mál.

7. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með samþykki tveggja þriðju hluta fundarmanna. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórninni skriflega minnst viku fyrir aðalfund.

8. Reikningsár félagsins skal vera milli aðalfunda. Bókhald félagsins skal endurskoðað af endurskoðanda sem kjörinn er á aðalfundi.

9. Verði ekki haldinn aðalfundur í þrjú ár telst félaginu slitið og verða eignir þess þá í vörslu Reykjavíkurmaraþons eða viðlíka stofnun þar til félagið verður endurreist eða formlega lagt niður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: