Félag maraþonhlaupara

Maraþonhlauparar á Íslandi

Haustþonið 2011

Haustþonið 2011 fór fram í blíðskaparveðri á mælikvarða hlaupara en eitthvað var um mótvind á bakaleiðinni. 27 luku heilu maraþoni en 160 hálfu þoni og þykir það mjög góð þátttaka í ljósi þess fjölda sem hélt utan á haustmánuðum til langhlaupa. Fyrir vikið er spáð þátttökumeti í vorþoni. Sennilega verður opnað fyrir skráningu á Þorláksmessu.

Brautin var nýmæld og fyrir vikið var árangur svo marktækur að jafnvel Siggi Pé getur ekki stjörnumerkt tímana. Að öllu gríni slepptu þá sýndi nýmælingin ekki að gamla brautin væri eins hrikalega stutt og heyrst hafði. Þetta geta þeir staðfest sem hlupu og sáu að eina viðbótin var þessi lykkja á leiðinni í Nauthólsvík en á móti kom að snúningspunktur var færður til baka og ráslína var einnig færð á móti.  Garminmælingar eru ónákvæmar en allar tölur sýndu 100 til 200 metra fram yfir lögbundna vegalengd. Við ákvörðun ráslínu var notað vandað málband úr Hannyrðabúðinni.

Það bar til við ræsingu að aðalritarinn missti heyrn á hægra eyra í hálftíma við óvenju háan hvell úr fallbyssu Stefáns ræsis. Annars tókst að ljúga því að þremur vegfarendum að gæsaveiðitíminn væri hafinn í Elliðaárdal.  Seinni ræsingin var tíðindalaus.

Nokkur röð myndaðist við salernið og tafði það ræsingu í hálfu maraþoni. Til minnis! TVÖ salerni við rásmark í vorþoni. Lágmark!

99% hlaupara hafði númerið mjög sýnilegt þegar komið var í mark. Þetta 1% ruglaði aðalritara svolítið í ríminu en þar sem aðeins vantaði 3 tíma þegar heim var komið, þótti það vel sloppið. Viðkomandi hlauparar hafa haft samband. Samt virðist einn vanta enn, en sá skilar sér.

Morgunblaðið tók myndir og hringdi að fyrrabragði til að fá úrslit. Þau voru birt snimmhendis og fær Moggi prik fyrir það. Einnig var mættur tökumaður frá RÚV, reyndar til að mynda Ágúst Bootcamp, sem er á leiðinni í Sahara, en auðvitað fljóta með góðar myndir af hlaupurum svona heilt yfir. Aðrir miðlar hafa enn ekki birt neitt, þegar þetta er skrifað. Tilkynningar og tölur fóru út að loknu hlaupi.

 

 

2 comments on “Haustþonið 2011

  1. Bakvísun: Af hálfu haustmaraþoni « Bloggsíða Stefáns Gíslasonar

  2. eboniconrad97764
    8. apríl 2016

    Dave always a pleasure catching your podcast, get cosmo motivated to get out another clubside, hahaha, thanks to both you guys much love! Come on http://tropaadet.dk/eboniconrad97764081830

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 23. október 2011 by in Uncategorized.

Leiðarkerfi